Jæja 13 dagar í brottför :)

Vá hvað tíminn líður hratt, ég er allt í einu bara alveg að fara út til Mosambik :)
Sem sagt, er búin að kaupa flugið, gerði það í desember, komin með VISAÐ! kom með póstinum í gær, mikið var ég nú glöð að sjá póstkonuna þá haha :) dagsettu það reyndar 15 júlí en ekki 20, sem þýðir að ég verð bara að passa mig á lögregluni í 5 daga :) Búin að fara í allar bólustenningar. Þannig það eina sem mig vantar er verkefni úti og að vita hvar ég mun búa! fæ vonandi að vita það í þessari viku eða næstu.
Þannig að það er allt að verða klárt :)
er svona aðeins farin að fatta það núna að ég sé að fara og spenningurinn er allur að koma :)
Ég á flug kl 9 að morgni þriðjudagsins 20 jan, flý til London, svo til Johannesarborgar og þaðan til Maputo sem er höfuðborg Mozambique. Var að kíkja á flugmiðann minn áðan, og lendi klukkan 11 um morguninn á miðvikudeginum :) sem þíðir c.a. 30 tímar á ferðalagi, með bíðum á flugvöllum og fleira :) eins gott að ég verði þarna í 6 mánuði, verð öruglega fyrst þá farin að gleyma því hvað þetta verður hrikalega langt ferðalag.
Jæja hef ekkert meira að segja.. þangað til næst :)


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jeijj 13 dagar!! þetta verður ykt fljott að líða skvís... Hlakka til að fylgjast með þér :) Við erum snillingar..mundu það;)

Beta (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 11:26

2 identicon

Sakna þín, staðurinn er ekki eins án þín (hahaha voða væmin ) en eníhú, þá vona ég að þetta eigi eftir að ganga eins og í sögu og þú hafir gagn og gaman af þessu öllu saman.

kiss og knús

Bjarney Rut 

Bjarney Rut (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 11:34

3 identicon

Hæ hæ !
Gaman að geta fylgst með þér hérna.
Ég vona bara að allt gangi sem allra best

Sandra Dögg (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 11:59

4 identicon

æði gæði:D

Svava (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 20:32

5 identicon

æði gæði:D

Svava Gerður Ingimundardóttir (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 20:35

6 identicon

Hæ hæ elsku Alma.

 takk æðislega fyrir komuna um helgina ógó gaman hjá okkur og plíííís vertu dugleg að blogga svo ég fari ekki yfirum af áhyggjum.

risaknús frá okkur Herdís og co.

Herdís Káradóttir (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 13:09

7 identicon

Hæ Alma mín,

vonandi fer maður að sjá hér svaka blogg um allt skemmtilegt í Mósambik, ég er búin að hringja í mömmu þín að yfirheyra hana þvers og kruss um hvort ekki hafi allt gengið vel, hlakka til að heyra frá þér.

kveðja af Króknum :)

Sigga frænka (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband