Better late then newer!

Jæja þá er ég loksins búin að fá verkefni og "host" fjölskyldu :) Mér skyldist á þeim hjá aus að fólkið þarna útí Mosambík væri ekkert að brjálast úr stressi eins og hérna heima, þannig þeir voru ekkert að flýta sér að finna verkefni handa mér. En það er komið núna :) Ég er sem sagt að fara vinna á heimili fyrir stráka á aldrinum 8-18 ára, sem eru munaðarlausir, búa á götuni eða eiga foreldra sem eiga ekki pening til að mennta þá eða fæða. Vinn frá 8-16 virka daga, er ekki viss hvort ég vinn um helgar. Fjölskyldan sem ég mun búa hjá samanstendur af 5 manneskjum, foreldrum og 3 stelpum þeirra :) Þetta hljómar allt alveg rosalega spennandi fyrir mig. Núna er ég sko farin að hlakka rosalega til :) og svona farin að átta mig á því að ég sé að fara til Afríku í 6 mánuði :) kanski tími til komin að átta sig á því, er að fara út eftir 4 daga :)
Visanu mínu verður bjargað þarna úti, eða þeir ættla að framlengja það þannig ég ætti ekki að lenda í neinum vandræðum með það :) Ég verð sótt á flugvöllinn þegar ég lendi, stóð reyndar í "velcome letter" að þeir biðu spenntir eftir að sækja mig þann 22 janúar hehe..þannig það verður spennandi að sjá hvort ég verð sótt eða ekki :)
Blogga kanski áður en ég fer eða þegar ég verð komin út :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jæja dúkkan mín

frábært að heyra að það sé allt komið á hreint, þetta verður algjört ævintýri fyrir þig og þú verður ekki í vandræðum með að hlúa vel að öllum munaðarlausu börnunum kemur örugglega heim með alla krakkana til að redda öllum :) hlakka til að heyra frá þér þegar þú ert komin á áfangastað knús og kossar.

Herdís.

Herdís Káradóttir (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 10:50

2 identicon

Hæ elskan! snilld hjá þér að opna svona síðu. En verður þú þá að staðnum Maputo ? þar ertu með þessari fjölskyldu og hjalpar muningjaleysingjum þar ?

 þín Vanessa:*

Vanessa (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 12:31

3 identicon

Gaman að sjá blogg skvís:)

Svava (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 21:36

4 identicon

Jiii en gaman að geta fylgst með hérna :) hlakka til að sjá þig á morgun!

Heiðrún Halldórs. (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 14:00

5 identicon

Krússlan mín sendi þér koss á kinn

Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 18:37

6 identicon

Alma ertu komin ? allt í góðu ?? Láttu vita strax þegar þú kemst í tölvu!

Vanessa þín

Vanessa (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 10:04

7 identicon

þetta er flott hjá þér er að pruf þetta

Sigurður Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 18:02

8 identicon

gaman gaman... :) thetta er svo gedveikt! eg by hja hostmommu nuna er verd i ibud thegar eg byrja i projectinu :) hlakka til ad heyra i ther !!

Signý (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 19:19

9 identicon

Jæja dúlla.. Er búin að heyra í mömmu þinni og Sara heyrði í henni í dag.. Gott að það er gott að frétta af þér sæta:D Gangi þér vel hugsa til þín:)

Svava (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 22:00

10 identicon

Sælar  vá komin þarna suður í rassgat, nei bara djók þetta á eftir að verða þér gott veganesti út í lífið síðar meir (dísess taka eins og gömul frænka) en vá það er þó sjoppa (er til nizza eða prins póló hahhaha djókur) ekki tómir strákofar hahahah fékka að vita það hjá múttu þinni áðan, er eitthvað af krúttlegum strákum þarna suðurfrá  ???

Knús og kossar

Guðrún Dan

Guðrún E. Daníelsdóttir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband